Enn er óvissustig vegna snjóflóða- og krapaflóðahættu í gildi á Austfjörðum og hafa mörg hús verið rýmd en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðasta sólarhringinn.
Í dag hefur hlýnað, sérstaklega sunnan til á fjörðunum og er krapi á láglendi.
Bifreið festist í krapaflóði á Fárskrúðsfirði í nótt.