Veðurstofa Íslands hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á fleiri reitum í Neskaupstað.
Ástæða afléttingar er samkvæmt Óliver Hilmarssyni, sérfræðingi á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni, að ekki sé lengur von á þurrum flóðum sem komi langt út frá hlíðinni.
Svæðin sem um ræðir eru svæði 8, 10, 11 og 14 í Neskaupstað.
Óliver segir í samtali við mbl.is að áfram sé þó hætta á krapaflóðum víða, sér í lagi á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Eskifirði.