Heimilisköttur í eigu ungrar stúlku sem hvarf eftir að snjóflóð féll á íbúðarhús í Neskaupstað á mánudagsmorgun er nú kominn í leitirnar heill á húfi, en lýst hafði verið eftir honum.
Lögreglan á Austurlandi deilir þessum gleðitíðindum á Facebook-síðu sinni.
„Ánægjuleg tíðindi og ósk okkar og von að sé til marks um að ástand mála sé smátt og smátt að lagast á Austurlandi,“ segir í færslu lögreglunnar.