Öllum rýmingum aflétt í Neskaupstað

Öllum rýmingum hefur nú verið aflétt í Neskaupstað.
Öllum rýmingum hefur nú verið aflétt í Neskaupstað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað frá klukkan 16.00 í dag en það eru síðustu rýmingarreitirnir í bænum. Frá þeim tíma er öllum rýmingum aflétt í Neskaupstað. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Ástandið skánað til muna

Eins og áður hef­ur verið greint frá hafa þó nokk­ur snjóflóð fallið síðustu daga á Aust­ur­landi og hef­ur verið lýst yfir óvissu­stigi vegna snjóflóðahættu á Aust­ur­landi. Hættu­stig er í gildi í Nes­kaupstað, Seyðis­firði, Eskif­irði, Fá­skrúðsfirði og Stöðvarf­irði. 

Í kjölfar snjóflóðanna voru settar af stað rýmingar víðs vegar á Austurlandi en þeim hefur síðan verið aflétt koll af kolli á síðustu dögum. 

Gul veðurviðvörun var í gildi á Austfjörðum í dag til klukkan 13.00 en ástandið á Austurlandi hefur skánað til muna síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert