Sigríður nýr formaður samtakanna

Ný stjórn var kosin á aðalfundinum.
Ný stjórn var kosin á aðalfundinum. Ljósmynd/Geðhjálp

Ný aðalstjórn var kjörin á aðalfundi landssamtakanna Geðhjálpar sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, að því er fram kemur á vefsíðu samtakanna.

Sigríður Gísladóttir hafði betur gegn Guðrúnu Þórsdóttur í kjöri um formannsembætti samtakanna. Þá hlutu þær Elín Atim og Sigrún Sigurðardóttir kosningu í aðalstjórn.

Í varastjórn næsta árið sitja þær Guðrún Þórsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.

Í stjórn voru fyrir þau Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Sveinn Rúnar Hauksson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Sigmar Þór Ármannsson.

Héðinn Unnsteinsson lét af störfum sem formaður samtakanna en hann gegndi formennsku síðastliðin þrjú ár en var þar á undan varaformaður í eitt ár og stjórnarmaður í samtals sjö ár. Á fundinum var Héðni þakkað ómetanlegt framlag sitt til Geðhjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert