Líkfundur í Reykjanesbæ

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lík fannst við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ í dag. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfundinn í hádeginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Í samtali við mbl.is segir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum að líkið hafi fundist klukkan 12:16. Við fyrstu skoðun læknis sé ekki talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 

Nú sé forgangsmál hjá lögreglunni að komast að því um hvern sé að ræða. 

Rannsókn málsins er á frumstigi og mun lögreglan ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Uppfært klukkan 16:32. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert