Aðstoðarlögreglustjóri segir upp

Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur látið af störfum.
Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur látið af störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur sagt af sér sem aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa var áður yfirmaður ákærusviðs embættisins hjá embættinu en tók við sem aðstoðarlögreglustjóri á síðasta ári. 

Halla Bergþóra Björnsdóttir staðfesti brotthvarf Huldu Elsu við mbl.is og sagði að hún hefði óskað eftir að láta af störfum 1. apríl.  

Ríkisútvarpið sagði fyrst frá. Segir í frétt að samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi ríkt óánægja með störf hennar meðal undirmanna ákærusviðs. Þá ekki síst á þeim forsendum að hún hafi átt það til að taka stöðu með lögreglumönnum sem sinntu rannsóknum og hafi jafnvel viljað mál fyrir dóm sem ekki ættu þar erindi að mati undirmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert