Allt stefnir í yfirfull bílastæði um páskana

Farþegar sem ætla sér að leggja leið sína í gegnum …
Farþegar sem ætla sér að leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allar líkur eru á því að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Farþegar sem ætla sér að leggja leið sína í gegnum flugvöllinn um páskana eru hvattir til þess að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að þess að tryggja sér bílastæði.

Eru farþegar einnig hvattir til þess að mæta snemma í flug vegna mikillar umferðar um flugstöðina fyrir og um páskahátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert