Edda Falak, blaðamaður á Heimildinni, lét af störfum í lok síðustu viku.
Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfesti við mbl.is að Edda hefði látið af störfum í lok síðustu viku. Þórður gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið.
„Það eina sem þú getur haft eftir mér er að hún hafi látið af störfum í lok síðustu viku, það er ekkert meira sem ég get sagt,“ segir Þórður.
DV greindi fyrst frá.
Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Eddu undanfarið en Frosti Logason hefur sakað hana um margvísleg brot og Eva Hauksdóttir lögmaður sakar hana um ritstuld.