Fermingar boða vor og bjarta tíma

Á þessari mynd sjást þau sr. Sigurður Grétar Helgason og …
Á þessari mynd sjást þau sr. Sigurður Grétar Helgason og Guðrún Karls Helgudóttir veita einum fermingardrengnum blessun og handayfirlagningu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fermingar voru víða í kirkjum landsins um helgina, en nú eru það börn fædd á því herrans ári 2009 sem koma upp að altarinu; staðfesta þar skírnarheitið og játa kristna trú.

Í Grafarvogskirkju í Reykjavík fermdust alls 60 ungmenni um helgina, við athafnir sem voru bæði á laugardag og sunnudag.

Á þessari mynd sjást þau sr. Sigurður Grétar Helgason og Guðrún Karls Helgudóttir veita einum fermingardrengnum blessun og handayfirlagningu. Slíkt er einn af helgisiðum fermingarinnar, athafnar sem í margra vitund er vitnisburður um vor og að bjartir tímar séu framundan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert