Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu veittu því athygli í nótt að skráningarmerki sem búið var að setja á bifreið reyndist tilheyra öðru ökutæki.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að er verið var að fjarlægja skráningarmerkið hafi eigandi ökutækisins komið út. Sá reyndist eftirlýstur og var handtekinn.
Þá kom annar aðili stuttu síðar og reyndist einnig eftirlýstur fyrir sama mál og var einnig handtekinn.
Lagt var í framhaldinu hald á bifreiðina þar sem grunur lék á að inni í henni væri þýfi. Aðilarnir verða vistaðir í fangaklefa á meðan lögregla rannsakar málið.