Í bronssæti þrátt fyrir sviptingar

Þrír af sex sveitarmönnum EKKERT AÐ FRÉTTA.
Þrír af sex sveitarmönnum EKKERT AÐ FRÉTTA. Ljósmynd/Facebook

Bridge-sveitin Fréttablaðið-Hringbraut þurfti skyndilega að breyta um nafn á föstudag þegar þau tíðindi bárust að þessir tveir miðlar hefðu verið lagðir niður. Úr varð að sveitin fékk nafnið EKKERT AÐ FRÉTTA.

Björn Þorláksson blaðamaður leikur með sveitinni sem lenti, þrátt fyrir nafnabreytingar á síðustu stundu, í þriðja sæti á Íslandsmeistaramóti helgarinnar. Björn var einn af þeim blaðamönnum sem stóðu uppi atvinnulausir á föstudag. 

„Húmorinn er ráðið. Bridgesveit Fréttablaðsins-Hringbrautar sem keppt hefur undir nöfnum þessara tveggja fjölmiðla sem ég hef starfað við síðustu misseri, stóð skyndilega uppi án lögheimilis. Klukkan 18 í dag hófst Íslandsmót og þurfti hraðar hendur að skipta um nafn á sveitinni. Hvorki neitt Fréttablað til lengur né Hringbraut. Úr varð að sveitin skyldi heita EKKERT AÐ FRÉTTA,“ skrifar Björn á Facebook. 

Sveitin var í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag af þremur, sjötta eftir annan dag en landaði svo þriðja sætinu á síðasta degi mótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka