Leigja húseiningar fyrir leikskóla

Svokölluð Ævintýraborg verður sett upp á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg …
Svokölluð Ævintýraborg verður sett upp á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34. mbl.is/sisi

Borgarráð hefur samþykkt tvo húsaleigusamninga við fyrirtækið Terra Einingar ehf. Reykjavíkurborg tekur á leigu færanlegar húseiningar fyrir leikskóla, sem komið verður fyrir hjá Vörðuskóla á Skólavörðuholti á lóð Sunnuáss við Dyngjuveg.

Svokölluð Ævintýraborg verður sett upp á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34.

Leikskólahúsnæðið er samansett úr forframleiddum einingum sem fljótlegt er að setja saman og ganga frá á verkstað, eins og segir í bréfi fjármála og áhættustýringar borgarinnar. Húsnæðið er 629 fermetrar og á að rúma 60 börn. Gert er ráð fyrir afhendingu húsnæðisins 14. september 2023. Leigugjaldið er 6.160.904 krónur á mánuði og leigutími er tímabundinn til 7 ára.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert