Leigubílstjórar í algjöru uppnámi

mbl.is/​Hari

„Þetta var eins og aprílgabb,“ seg­ir Daní­el O. Ein­ars­son, formaður bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama, en ný heild­ar­lög um leigu­bif­reiðaakst­ur tóku gildi 1. apríl sl. Lög­un­um er ætlað að auka frelsi á leigu­bíla­markaðnum og færa hann til nú­tím­ans. „Laga­breyt­ing­in er al­gjör lög­leysa.“

Daní­el gef­ur lítið fyr­ir boðaða inn­komu Hopps á markaðinn með vor­inu. Hann hef­ur enga trú á því að boðuð verðlækk­un fyr­ir­tæk­is­ins verði var­an­leg.

„Þeir byrja lágt á meðan þeir eru að koma inn á markaðinn. Síðan hækka þeir seinna. Það gerði Uber líka.“

Formaður Frama finn­ur nýrri lög­gjöf flest til foráttu og vís­ar til reynsl­unn­ar í öðrum lönd­um. Þjón­ust­an muni versna og ör­yggi al­menn­ings stefnt í hættu.

Daní­el líst illa á snjall­væðing­una og að fólk fari að panta leigu­bíl í gegn­um app í snjallsím­un­um sín­um í aukn­um mæli. Hann seg­ir það nýj­an millilið sem verði á end­an­um hús­bónd­inn. Hann kveður fast að orði.

„Þetta er bara verk­færi Satans, ekk­ert annað,“ seg­ir hann. „Þeir tala um snjall­væðifas­isma á Spáni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka