„Ég sá gulan poka þarna úti og við fjölskyldan fórum saman út til að taka hann, en þá sáum við meira rusl og fylltum pokann fljótt. Svo fundum við annan tóman poka og tíndum líka í hann og við vorum sko fljót að fylla hann líka. Pabbi sótti stóran svartan ruslapoka og við fylltum því þrjá poka af rusli,“ segir Steinar Þór Björnsson, þriggja og hálfs árs framtakssamur drengur sem býr í Mosfellsbæ, og bendir blaðamanni út um stóran glugga ofan af fjórðu hæð þar sem fjölskylda hans býr.
Þaðan sést mjög vel yfir bílaplanið við Krónuna og Bónus og móann þar allt í kring.
Nú þegar snjóa leysir kemur heilmikið rusl í ljós undan sköflunum og Steinar er friðlaus þegar það ber fyrir hans ungu augu og vill ólmur fara út og tína meira rusl í poka.
Nú hefur ruslatínslan verið tekin á hærra stig því Steinar hefur fengið sérstaka græju, svokallaðan plokkara, til að auðvelda vinnuna svo nú plokkar hann upp allt rusl sem hann sér þegar hann dregur foreldrana með sér út í ruslatínsluleiðangur.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.