„Óheppilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið“

Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ásbrú í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúum í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur verið gert að flytja út af heimilum sínum svo koma megi fyrir hælisleitendum og flóttafólki á vegum íslenskra yfirvalda. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, vakti athygli á þessu á Alþingi í vikunni.

Sagði hann Vinnumálastofnun hafa yfirboðið leiguna og hafði í höndunum leigusamning íbúa sem Ásmundur sagði hafa verið á leigumarkaði í fimmtán ár en samningurinn yrði ekki framlengdur. Í það minnsta ekki í þeim húsakynnum sem viðkomandi hefur búið í þar sem íbúum er gert að flytja út.

„Við vitum af þessu og þykir þetta miður. Við höfum gert athugasemdir við forstjóra Vinnumálastofnunnar og fulltrúa félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytisins að ríkið sé að yfirbjóða leigu,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert