Óvissa vegna Torgs

Óánægju gætir meðal margra starfsmanna Torgs ehf., sem tilkynnt var …
Óánægju gætir meðal margra starfsmanna Torgs ehf., sem tilkynnt var að myndu missa vinnuna á föstudag þegar útgáfu Fréttablaðsins og sjónvarps Hringbrautar var hætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óánægju gætir meðal margra starfsmanna Torgs ehf., sem tilkynnt var að myndu missa vinnuna á föstudag þegar útgáfu Fréttablaðsins og sjónvarps Hringbrautar var hætt. Þeir eru um 100 talsins, þar af helmingurinn í Blaðamannafélaginu, um 15% félagsmanna þess.

Gagnrýnt er að enginn fyrirvari hafi verið á útgáfustöðvuninni, en stjórnendum og eiganda félagsins hafi mátt vera ljóst hvert stefndi mun fyrr, ekki síðar en um áramót þegar dreifingu blaðsins var breytt.

Í því samhengi er nefnt að þrátt fyrir öfluga bakhjarla hafi aðeins verið greidd laun fyrir einn mánuð, en næstu tveir eftirlátnir Ábyrgðasjóði launa.

Fréttablaðið hefur verið rekið með verulegu tapi undanfarin ár, en tapið minnkaði talsvert árið 2021. Í ársreikningi fyrir það ár, sem var undirritaður liðið haust, var látin í ljós bjartsýni með reksturinn og hagnaðar sagt að vænta 2022. Nokkrum vikum síðar virðist hafa komið í ljós að raunin var önnur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka