Í dag er spáð suðaustan slagveðri og rigningu, en lengst af þurrt fyrir norðan.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að það verði fremur hlýtt og allvíða 7 til 11 stiga hiti þegar líður á daginn.
Morgundagurinn er bæði mun hægari og þá verður úrkomuminna víðast hvar, síst þó á Suðausturlandi.