Öllu starfsfólki Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri var sagt upp störfum í gær og verður starfsemi hætt innan skamms. Starfsmenn Barkar á Akureyri eru 19 talsins. Þetta kemur fram í Vikublaðinu.
Fram kemur að Börkur hafi verið starfandi í 53 ár og hafi alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða. Þá segir að Lyf og heilsa hafi keypt fyrirtækið árið 2018.
Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga sameinuðust undir einu nafni, Kambar, í fyrra.