Eldur á Funahöfða

Búið er að slökkva eldinn við Funahöfða.
Búið er að slökkva eldinn við Funahöfða. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds í húsnæði við Funahöfða í Reykjavík. 

Uppfært 12:20

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsnæði þar sem herbergi eru leigð út. Að sögn varðstjóra var eldurinn staðbundinn við eitt rými. 

Að fyrstu var talið að allt að 60 manns gætu verið inni í húsnæðinu og því töluverður viðbúnaður. Enginn slys urðu hins vegar á fólki og voru allir komnir út er slökkvilið bar að garði. 

Slökkviliðið er nú að klára að reykræsa húsið. 

Að fyrstu var talið að allt að 60 manns gætu …
Að fyrstu var talið að allt að 60 manns gætu verið inni í húsnæðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert