Vilja rækta tíu tonn af hvítlauk

Þórunn Ólafsdóttir með hvítlauksuppskeru.
Þórunn Ólafsdóttir með hvítlauksuppskeru. Ljósmynd/Aðsend

Dalahvítlaukur í landi Neðri-Brekku í Dölunum hyggst rækta hvítlauk í tonnavís áður en langt um líður. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Þórunni Ólafsdóttur og Haraldi Guðjónssyni.

Þórunn segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi lengi blundað í sér að rækta hvítlauk. „Ég hef ræktað fyrir sjálfa mig en það er tvennt ólíkt að fara út í framleiðslu fyrir neytendamarkað,“ segir Þórunn.

Hvítlauksræktunin er lífræn og gengur að sögn Þórunnar út á að rækta þekjugróður sem kemur í veg fyrir að jarðvegurinn fjúki eða fljóti burt. Hvítlauksgeirum er svo plantað í moldina.

Uppskera í júlí

Þórunn segir að þeir sem smakkað hafi hvítlaukinn eigi ekki orð til að lýsa bragðgæðunum.

Ræktað verður á 0,6 hekturum í sumar og stefnt er á uppskeru í júlí-ágúst. Að sögn Þórunnar verður sáð á ný í september nk. Stefnt er að því að setja fyrsta hvítlaukinn í verslanir haustið 2024.

Þórunn vonast til að uppskera næsta árs verði um tvö tonn. Árið þar á eftir verði hún komin upp í tæplega átta tonn og svo fljótlega eftir það í tíu tonn.

Það tekur laukinn níu til tíu mánuði að vaxa. „Þá er hann hengdur upp til þurrkunar í fjórar vikur. Þannig verður geymsluþolið miklu meira,“ segir Þórunn að lokum. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka