820 milljónir í endurgreiðslur í ár

Íslenska kvikmyndin Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hæstu endurgreiðsluna …
Íslenska kvikmyndin Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hæstu endurgreiðsluna af kvikmyndaverkefnum, rúmar 108 milljónir. Ljósmynd/Brynjar Snær Þrastarson

Mikill meirihluti endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar fyrstu þrjá mánuði ársins var vegna innlendra verkefna. Alls hafa tæpar 820 milljónir króna verið greiddar út í ár og þar af fara um 350 milljónir til sex íslenskra kvikmynda.

Samkvæmt nýju yfirliti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fékk íslenska kvikmyndin Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hæstu endurgreiðsluna af kvikmyndaverkefnum, rúmar 108 milljónir. Þar á eftir kom kvikmyndin Abbababb með 73 milljónir, Sumarljós með 62 milljónir og Villibráð með 42 milljónir.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum var met sett í endurgreiðslum vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hér á landi í fyrra. Þá námu þær rétt tæpum 3,4 milljörðum króna og þar af námu endurgreiðslur vegna erlendra verkefna rétt tæpum tveimur milljörðum króna. Búast má við því að þetta met verði slegið aftur í ár sökum umfangs framleiðslu á fjórðu þáttaröð True Detective sem TrueNorth sér um hér.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert