Akstursbann tvöfaldast milli ára

Starfsmaður Tékklands setur hér skoðunarmiða á einn bílanna sem skoðaðir …
Starfsmaður Tékklands setur hér skoðunarmiða á einn bílanna sem skoðaðir voru í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru 130 ökutæki sett í akstursbann í mars sl. að aflokinni lögbundinni skoðun. Þetta er nærri tvöföldun milli ára en 64 ökutæki voru kyrrsett í mars í fyrra skv. upplýsingum frá Samgöngustofu.

Ný skoðunarhandbók ökutækja tók gildi 1. mars sl. og er nú harðara tekið á ýmsum atriðum við skoðun bíla en áður. Rúm 23% ökutækja fengu grænan miða í lögbundinni skoðun í mars. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert