Árekstur og miklar tafir á Suðurlandsvegi

Miklar tafir hafa orðið á umferð á Suðurlandsvegi vegna áreksturs.
Miklar tafir hafa orðið á umferð á Suðurlandsvegi vegna áreksturs.

Árekstur varð fyrir skömmu á Suðurlandsvegi mitt á milli Hveragerðis og Selfoss. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Tveir bílar skullu saman og a.m.k annar bíllinn er nokkuð skemmdur. Sjúkrabíll er kominn á svæðið en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan þeirra sem lentu í árekstrinum að svo stöddu.

Ríflega 100 bílar eru stopp eða komast hægt um en annað ökutækið sem lenti í árekstrinum lokar fyrir umferð á öðrum vegarhelmingi. Verið er að hleypa bílum framhjá slysstað í hollum sitt úr hvorri áttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert