Dæmdir í 6 til 10 ára fangelsi

Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son.
Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu hlutu þunga dóma rétt í þessu. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi mennina fjóra í sex til tíu ára fangelsi. 

Páll Jóns­son hlaut tíu ár fangelsisdóm, Daði Björns­son hlaut sex ára og sex mánaða fangelsisdóm, Jó­hann­es Páll Durr hlaut sex ára fangelsisdóm og Birg­ir Hall­dórs­son hlaut átta ára fangelsisdóm.

Jóhannes var eini sakborningurinn sem mætti í dómssal við dómsuppkvaðninguna.

Auk fangelsisdómana skulu sakborningarnir greiða meira en ellefu milljónir í lögfræðikostnað hver, og meira en eina milljón hver í málskostnað.

Málið er stærsta kókaín­mál sem komið hef­ur upp hér á landi, en í mál­inu eru fjór­ir menn dæmdir fyr­ir að hafa, ásamt óþekkt­um aðila, ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yfir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um.  

Sak­sókn­ari fór fram á há­marks­refs­ingu í mál­inu, en Anna Barbara Andra­dótt­ir, sak­sókn­ari við embætti héraðssak­sókn­ara, sagði í mál­flutn­ingi sín­um að það væri dóms­ins að meta refs­ingu, en hún vísaði til fyrri dóma, meðal ann­ars 12 ára dóms í salt­dreifara­mál­inu svo­kallaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert