Ekki náðist að innheimta 2.600 sektir erlendra gesta

Á síðasta ári greiddu 24.074 sektir úr hraðamyndavélum en ekki …
Á síðasta ári greiddu 24.074 sektir úr hraðamyndavélum en ekki tókst að fá 2.763 sektir greiddar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

3.548 ökumenn hafa greitt hraðasektir á þessu ári sem lagðar eru á með hjálp hraðamyndavéla, samkvæmt tölum frá embætti ríkislögreglustjóra, og 2.157 sektir til viðbótar eru í ferli.

Á síðasta ári greiddu 24.074 sektir úr hraðamyndavélum en ekki tókst að fá 2.763 sektir greiddar. Af þeim sem ekki greiddu voru 2.611 erlendir ríkisborgarar en 5.030 sektir fengust greiddar í þeim hópi.

„Sektum sem eru greiddar hefur auðvitað fjölgað samhliða fjölgun ferðamanna en einnig hefur fjölgað málum þar sem rannsókn er hætt. Við höfum lagt áherslu á að hraða öllu ferlinu vegna þess að sektir eiga að hafa áhrif á hegðun fólks. Augljóst er að það gerist síður ef þær berast ekki stuttu eftir að brotin eiga sér stað. Við viljum að ferlið sé hraðara frá því myndavélin smellir af og þar til sektin berst,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá embættinu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert