Rétt fyrir miðnætti í gær var bifreið ekið ofan í húsgrunn í Laugarneshverfi í Reykjavík. Að sögn sjónarvottar fór bíllinn á hvolf einhverja metra ofan í grunninn.
Ásmundur Rúnar Gylfason stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ökumaðurinn hafi ekki slasast en að hann sé grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Grunnurinn er stækkun Grand Hótels um 40 þúsund fermetra þar sem um 150 herbergjum verður bætt við ásamt ráðstefnusölum.