Kviknaði í bíl á Reykjanesbraut

Mikinn reyk leggur frá bifreiðinni.
Mikinn reyk leggur frá bifreiðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bíll stendur nú í ljósum logum á Reykjanesbraut, við gatnamót Breiðholtsbrautar. Umferð er lokuð til norðurs og slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í eldinn. 

Samkvæmt sjónarvottum virðast ökumaður og farþegar í bílnum hafa komist út úr honum af sjálfsdáðum. 

Lögregla stýrir umferð í gegnum Breiðholtsbraut á meðan slökkvistarfi stendur. 

Uppfært klukkan 09:56

Slökkvistarf hefur gengið greiðlega og hefur slökkvilið náð tökum á eldinum. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert