Lögregla rannsakar leiðbeinandann á Reykjum

Lögregla hefur hafið rannsókn á máli leiðbeinanda við Reyki í …
Lögregla hefur hafið rannsókn á máli leiðbeinanda við Reyki í Hrútafirði. Samsett mynd

Lögreglan á norðurlandi vestra rannsakar nú mál leiðbeinanda við Reyki í Hrútafirði. Þetta staðfestir Birgir Jónasson lögreglustjóri í umdæminu en segir málið vera á algeru frumstigi. 

Rúv. greindi fyrst frá.

„Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur og njóta sérstakrar réttarverndar. Þannig teljum við ekki annað forsvaranlegt að málið verði rannsakað,“ segir Birgir í samtali við mbl.is 

Leiðbeinandinn sem um ræðir er sagður hafa kennt börnum að vinna sér mein í kennslustund. Nemendur vöktu sjálfir athygli á málinu en leiðbeinandinn hefur lokið stofum á Reykjum. 

„Það er ekkert víst hvort að ákæra verði gefin út eða hvað nákvæmlega gerðist. Við þurfum að leita sannleikans, og það er ekkert víst að sú rannsókn leiði til þess að einhver réttarstöðu grunaðs,“ segir Birgir. 

Embættið hóf rannsókn vegna þeirra ábendinga sem borist hafa. Foreldrar barnanna hafa ekki lagt fram kæru í málinu. Þá mun rannsókn lögreglu miða að því að kanna meðal annars hvort málið varði brot á 99. grein barnaverndarlaga. 

99. grein snýr meðal annars að því að hver sá sem hvetur barn til hegðunar sem stefnir heilsu barnsins, þroska eða lífi  í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi.

Birgir segir málið vera þannig að það verði mjög þungt í vöfum. Það þurfi að ræða við marga aðila, börn, fullorðna og stjórnendur skólans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert