Loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur

Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi er lokað tímabundið vegna mikillar bleytu á …
Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi er lokað tímabundið vegna mikillar bleytu á svæðinu. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið svæðinu við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi, þ.m.t. göngustíg og bílastæði, fyrir ferðamönnum. Lokunin verður endurskoðuð innan tveggja vikna.

Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að núverandi göngustígur og umhverfi hans séu mjög illa farin vegna mikils fjölda ferðamanna samhliða vorleysingum. Þá er mikilli rigningu spáð á næstu dögum þar sem hætta er á að stígurinn skemmist enn frekar ef ekki verður brugðist við. 

Eins og áður kom fram verður lokunin endurskoðuð innan tveggja vikna. Ef svæðið verður í stakk búið til að taka á móti gestum án þess að hætta sé á frekari skemmdum verður svæðið opnað fyrr.

Heimild fyrir lokuninni má finna í lögum um náttúruvernd en við undirbúning lokunarinnar var aflað umsagna frá hagsmunaaðilum.

Mikilli rigningu er spáð næstu daga.
Mikilli rigningu er spáð næstu daga. Ljósmynd/Umhverfisstofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert