Löng einangrun á Dalatanga loks rofin

Varðskipið Þór, sem var að ljúka björgunaraðgerðum eftir snjóflóðin í …
Varðskipið Þór, sem var að ljúka björgunaraðgerðum eftir snjóflóðin í Neskaupstað, kom með alls kyns kræsingar á Dalatanga. Ljósmynd/Aðsend

Það var kærkomin sending sem barst ábúendum á Dalatanga sl. mánudag. Varðskipið Þór, sem var að ljúka björgunaraðgerðum eftir snjóflóðin í Neskaupstað, kom með alls kyns kræsingar; páskasteikina, páskaegg, mjólk, rjóma og egg auk lyfja fyrir dýrin á staðnum.

Marsibil Erlendsdóttir hundaþjálfari býr á Dalatanga ásamt dóttur sinni, Aðalheiði Elfríð Heiðarsdóttur, og barnabarninu Jakobi Þór Arnarssyni. Hann ákvað að koma frá Bandaríkjunum og prófa að vera einn vetur með ömmu sinni. „Hann er búinn að fá harðan vetur,“ segir Marsibil og hlær.

Marsibil Erlendsdóttir hundaþjálfari býr á Dalatanga ásamt dóttur sinni, Aðalheiði …
Marsibil Erlendsdóttir hundaþjálfari býr á Dalatanga ásamt dóttur sinni, Aðalheiði Elfríð Heiðarsdóttur, og barnabarninu Jakobi Þór Arnarssyni. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að það hafi verið gaman að sjá skipverja Þórs koma færandi hendi en það eru um fjörutíu ár frá því að varðskip kom síðast á Dalatanga. „Við vorum ekki búin að fá vörur í mánuð,“ segir hún og bætir við að mikil veðraskipti hafi verið í vetur og leiðin að Dalatanga oftar en ekki lokast. „Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður og það hefur verið snjóþungt. Við vorum til dæmis innilokuð í fimm vikur frá því fyrir jólin þar til í febrúar þegar vegurinn loks opnaðist.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert