„Grímseyingar kippa sér lítið upp við svona virkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands en nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst norður af eyjunni frá því klukkan 21.39 í gærkvöldi.
Þá reið skjálfti af stærðinni 3,2 yfir, var hann um 44,3 suður af Kolbeinsey. Tæpum tveimur klukkustundum seinna var litlu stærri skjálfti 3,3. Klukkan hálf átta í morgun var svo skjálfti af stærðinni 3 að stærð. Segir hún þessa skjálfta varla finnast í byggð og ef þeir finnist í næstu byggð, Grímsey, þá séu íbúar lítið í því að senda tilkynningar.
Upptök þeirra allra var á svipuðum slóðum.
Salóme segir að um mjög eðlilega virkni sé að ræða, enda sé þetta ansi virkt jarðskjálftasvæði.
Uppfært klukkan 14:42
Fjórði skjálftinn yfir þremur að stærð reið yfir klukkan 14:24 í dag. Var hann 3,5 að stærð.