Ók á 147 km/klst hraða

Sá sem hraðast ók mældist á 147 km/klst hraða.
Sá sem hraðast ók mældist á 147 km/klst hraða. mbl.is/Kristinn Magnússon

16% ökumanna óku yfir hámarkshraða á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ á einni klukkustund eftir hádegi í gær. Brot alls 164 ökumanna, sem óku í norðurátt, voru mynduð í gær. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km/klst hraða. 

Á þessari einu klukkustund sem mynduð var fóru margir þessa ökuleið, alls 1.024 ökutæki. Meðahraði hinna brotlegu var 94 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. 

Vöktun lögreglunnar á Vesturlandsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess er getið í tilkynningu á vef lögreglunnar að skýjað og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert