Snjókoma á Norðurlandi

Spáð er slyddu eða snjókomu og hitu um frostmark norðantil.
Spáð er slyddu eða snjókomu og hitu um frostmark norðantil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður víðast hvar fremur hæg suðvestlæg átt en með suðausturströndinni verður allt að 10 m/s.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að þó verði norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og Breiðafirði fram eftir degi.

Skúrir og hiti verður á bilinu 2 til 8 stig sunnan- og vestanlands, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðantil.

Á morgun verður áframhaldandi suðvestlæg átt með stöku skúrum eða éljum í flestum landshlutum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert