Stefán Arnar fannst látinn

mbl.is

Búið er að bera kennsl á lík sem fannst í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ síðastliðinn sunnudag.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Liggur nú fyrir að líkið er af Stefáni Arnari Gunnarssyni. Stefáns hefur verið leitað án árangurs síðan þann 3. mars síðastliðinn. Greint er frá því að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert