Viðar Guðjónsson
Bændur í Borgarfirði eru áhyggjufullir sökum þess að ekki liggur fyrir fé frá hinu opinbera til viðhalds girðinga eftir að riðusmit kom upp í Miðfirði.
Engin svör liggja fyrir hjá yfirvöldum og opinberir aðilar benda hver á annan að sögn Þuríðar Guðmundsdóttur, formanns upprekstrar Þveraárafréttar í Borgarfirði.
„Við fáum eina og eina kind inn á okkar afrétt annars staðar frá og við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því,“ segir Þuríður.
Eru áhyggjurnar til komnar vegna þeirra riðusmita sem upp eru komin í Miðfirði. Fella þarf 690 kindur eftir að upp komst um riðusmit á bænum Bergsstöðum í svokölluðu Miðfjarðarhólfi en Þverárréttur liggur þar nærri. Miðfjarðarhólfið hefur til þessa verið hreint.