Tveir fluttir á HSu eftir árekstur á Suðulandsvegi

Engin alvarleg meiðsl urðu í slysinu sem varð á Suðurlandsvegi nú um síðdegið en tveir voru þó fluttir til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til nánari skoðunar.

Tveir bílar skullu hvor á annan um á veginum á milli Hveragerðis og Selfoss en um minniháttar umferðaróhapp var að ræða, að því er varðstjóri lögreglu á Suðurlandi segir í samtali við mbl.is.

Búið er að fjarlæga bílana en töf varð á umferð á meðan lögregla var að athafna sig í kringum bílana og hátt í hundrað bílar voru kjurrir á veginum um hríð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert