Dregið úr þjónustu hjá sundlaugum yfir páskana

Sundlaugum hefur víða verið lokað yfir páskana.
Sundlaugum hefur víða verið lokað yfir páskana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundlaugum í Reykjavík hefur verið lokað á nokkrum frídögum yfir páskana í ár og er opnunartími þeirra sömuleiðis knappari en á síðasta ári.

Á páskum í fyrra voru allar sundlaugar Reykjavíkur opnar og hafa því einhverjir komið að luktum dyrum.

Árbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur var lokað í dag en aðrar laugar voru ýmist opnar til 18.00 eða 22.00. 

Föstudagurinn langi

Á morgun, á föstudaginn langa, verður Breiðholtslaug, Grafarvogslaug og Vesturbæjarlaug lokað.

Laugardagur

Á laugardag verða allar sundlaugar Reykjavíkur opnar og því tilvalið að taka sundsprett þann daginn.

Páskadagur

Á páskadag verður Árbæjarlaug, Breiðholtslaug og Sundhöllinni lokað.

Annar í páskum

Á annan dag páska verður Grafarvogslaug og Vesturbæjarlaug lokað.

Opnunartíma sundlauganna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert