Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi vegna suðaustan storms á morgun. Þá er einnig í gildi gul viðvörun á Faxaflóa vegna stormsins.
Vaxandi suðaustanátt verður í nótt og gengur í 13-25 metra á sekúndu á morgun.
Ferðaveður verður varasamt á Suðurlandi og í Faxaflóa en gul viðvörun tekur þar gildi klukkan 14 á morgun. Vinhviður geta náð yfir 30 m/s við ströndina á Suðurlandi og 35 m/s staðbundið við Faxaflóa, t.d. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.
Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15.00 á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að tryggja lausamuni.
Viðvörunum verða öllum aflétt klukkan 19.00 á morgun.