Sótti slasaðan mann á Mýrunum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var flogið að Mýrum í Borgarfirði í dag …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var flogið að Mýrum í Borgarfirði í dag þar sem slasaður göngumaður var sóttur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs göngumanns á Mýrum í Borgarfirði.

Göngumaðurinn var fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður en gat ekki gengið vegna meiðsla sinna, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Ekki var unnt að veita nánari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert