Stormur á Suðvesturlandi á morgun

Í nótt nálgast lægð með vaxandi suðaustanátt.
Í nótt nálgast lægð með vaxandi suðaustanátt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er fremur hæg suðlæg átt í dag með stöku skúrum eða éljum á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir spáð er að hiti verði í kringum frostmark nú í morgunsárið en kemst víða í 5 til 7 stig yfir hádaginn.

Í nótt nálgast lægð með vaxandi suðaustanátt. Allhvasst eða hvasst á morgun og jafnvel stormur suðvestanlands. Þessu fylgir rigning sunnan- og vestantil á landinu og hlýnandi veður.

Áfram suðaustanátt á laugardag, en talsvert hægari vindur. Rigning eða skúrir og milt veður, en yfirleitt þurrt á Norðurlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka