Göng um Almannaskarðið endurbætt

Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, klippti á borðann með aðstoð Jóns …
Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, klippti á borðann með aðstoð Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra Morgunblaðið/Sigurður Mar

Fljótlega eftir páska verður ráðist í endurbætur á Almannaskarðsgöngum, sem eru skammt austan Hafnar í Hornarfirði. Vegagerðin hefur samið við fyrirtækið Heflun ehf. í Lyngholti á Hellu að vinna verkið.

Jarðgöngin undir Almannaskarð voru formlega opnuð 23. júní 2005 af Sturlu Böðvarssyni þáverandi sam

Jarðgöngin sjálf eru tvíbreið, 1.146 metrar að lengd og steyptir forskálar eru 162 metrar. Göngin teljast því í heild 1.308 metrar.

Göngin þóttu mikil samgöngubót á sínum tíma en nú var kominn tími á endurbætur. Árið 2021 fóru 520 bílar um göngin á dag yfir árið en umferð er langmest yfir sumarmánuðina. Samkvæmt yfirliti á vef Vegagerðarinnar eru þetta næststystu jarðgöng landsins. Aðeins Strákagöng við Siglufjörð eru styttri, 800 metrar.

Samkvæmt verklýsingu Vegagerðarinnar fela endurbæturnar í sér gerð steyptra vegaxla ásamt fráveitulögn, ídráttarrörum og jarðstreng þar undir. Við núverandi fráveitukerfi ganganna koma ný niðurföll og sandfangsbrunnar með vatnslás úr járni sem tengjast inn á núverandi jarðvatnslagnir.

Að auki á að færa til núverandi niðurföll í skálum. Leggja skal 11kV jarðstreng fyrir RARIK í vegöxl í gegnum jarðgöngin.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert