Lægðin stjórnar veðrinu um páskana

Alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá …
Alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá okkur um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá okkur um páskana.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag er nokkuð hvöss suðaustanátt og slær í storm suðvestanlands. Rigning og hlýnandi veður, en að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi.

Á morgun er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda.. Þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Milt veður.

Á páskadag er áfram útlit fyrir suðaustanátt, með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert