Mannhaf í Leifsstöð þegar farþegar komust inn

Mikil örtröð myndaðist í Leifsstöð er rúmlega 2.000 farþegum var …
Mikil örtröð myndaðist í Leifsstöð er rúmlega 2.000 farþegum var hleypt inn á rúmum klukkutíma. Ljósmynd/Aðsend

Allir farþegar sem sátu fastir vegna veðurs í flugvélum á Keflavíkurflugvelli eru komnir inn í flugstöðvarbygginguna.

Þegar mest var sátu 2.170 manns fastir í 14 flugvélum á flugvellinum en byrjað var að hleypa farþegunum úr vélunum klukkan 18.30 í kvöld.

Þeim var hleypt út eftir lendingaröð flugvélanna en það tók rúma klukkustund að koma þeim öllum inn í Leifsstöð.

Vindhviður fóru í 55 hnúta

Vindhviður á svæðinu fóru í 55 hnúta eða um 28 metra á sekúndu og því var ekki talið öruggt að hleypa farþegum og áhöfnum út úr vélunum. 

Fyrst var farþegum hleypt út úr vél Play frá Liverpool en vélin lenti rétt eftir klukkan 13.00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert