Milljón safnast fyrir Eddu Falak

Söfnunin var sett af stað í þeim tilgangi að aðstoða …
Söfnunin var sett af stað í þeim tilgangi að aðstoða Eddu við áfrýjun dómsmáls en þar laut hún í lægra haldi. Samsett mynd

Ein milljón og 57 þúsund krónur hafa safnast fyrir fjölmiðlakonuna Eddu Falak, í söfnun sem sett hefur verið af stað vegna dómsmáls sem höfðað var gegn henni vegna meiðyrða.

Tilgangur söfnunarinnar, sem er hýst á Karolinafund, er að standa straum af kostnaði vegna áfrýjunar málsins til Landsréttar. Þar kemur einnig fram að sjö manns hafi lagt söfnuninni lið.

Edda laut í lægra haldi gegn móður sem kærði hana fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, með því að spila hljóðupptöku af samskiptum mæðgna í hlaðvarpsþættinum Eigin konum. Voru móðurinni dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem Eddu var gert að greiða málskostnað, sem samsvaraði 900 þúsund krónum. 

Sagt að söfnunin sé með samþykki dótturinnar

Í hljóðupp­tök­unni heyr­ist sam­tal mæðgnanna en dótt­ir­in tók hana upp án vit­und­ar móður sinn­ar. Sakaði dóttirin móðurina um ofbeldi í sinn garð og snerist þátturinn um reynslu hennar af samskiptum mæðgnanna fram á fullorðinsár. Söfnuninni var hrundið af stað með samþykki dótturinnar, að því er fram kemur á vefsvæði söfnunarinnar.

Er þar tekin fram að afstaða aðstandenda söfnunarinnar, sem sé sú að ofbeldi sé ekki einkamál og að réttur einstaklings til friðhelgi einkalífs skerðist þegar hann beiti ofbeldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert