Urður Egilsdóttir
„Við vitum að það er óánægja í gangi og við erum að vinna í þessum málum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við mbl.is um þá óánægju sem ríkir á meðal flugvirkja Icelandair vegna gildandi kjarasamnings.
Í síðustu viku greindi mbl.is frá því að óánægja væri meðal flugvirkja Icelandair vegna ólíkra launahækanna kjarasamninga f-stéttanna þriggja, það er að segja flugmanna, flugfreyja og flugvirkja. Allar stéttirnar skrifuðu undir kjarasamninga er heimsfaraldurinn geisaði og gilda þeir til lok árs 2025.
„Við viljum náttúrulega bjóða upp á fyrirmyndar og eftirsóttan vinnustað,“ segir Bogi og bætir við að verið sé að vinna í því að koma til móts við flugvirkja. „Og vonandi gengur það eftir.“
Spurður hvort að óánægjan muni raska flugi, og þá sérstaklega yfir páskaannirnar, segir Bogi svo ekki vera.
„Við erum ekki að sjá það eins og staðan er núna.“