Rafmagnslaust hefur verið síðan um fjögurleytið í dag í Höfnum í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í færslu HS Veitna. Bilanaleit er hafin og hefur spennusetning verið fundin.
Hafnarlínan hefur verið skoðuð og er ekki sjáanleg bilun á línunni.
Gul viðvörun er í gildi á suðvesturhorninu í dag og er búist við slæmu veðri fram á kvöld.
Þá bíða fimm vélar Play á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er unnt að hleypa farþegum út vegna veðurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skorað á verktaka og aðra sem bera ábyrgð á byggingarsvæðum að bregðast skjótt við veðrinu og huga að vinnusvæðum sínum.