Anton Guðjónsson
Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við mbl.is að slökkviliðið hafi þegar farið í fimm útköll á höfuðborgarsvæðinu vegna veðursins í dag.
Um fokstjón hafi verið að ræða en engin slys hafi orðið af fólki.
Hann segir misjafnt hversu mikið tjón hafi orðið en meðal annars hafi gluggar og hurðir fokið upp og tré brotnað.
Þá hafi víða þurft að huga betur að frágangi á byggingarsvæðum. Klæðningar og þök hafi fokið upp og einnig gámar, stillansar og byggingakranar.