Axlapúðar og pinnahælar

Leðurbuxur, axlabönd og hvít skyrta var það sem Sara Dögg …
Leðurbuxur, axlabönd og hvít skyrta var það sem Sara Dögg vildi klæðast á fermingardaginn. Ekki sést á mynd í hvítu pinnahælanna sem settu punktinn yfir i-ið.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins var rætt við nokkra þjóðþekkta einstaklinga og þeir beðnir um að rifja upp fermingu sína. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ man vel eftir fermingunni sinni árið 1987. Hún segir að leitin að réttu fermingarfötunum sé einna eftirminnilegust við þennan atburð.

Leðurbuxur skyldi það vera

„Ég vissi nákvæmlega í hverju ég ætlaði að vera og fór sérstaka ferð til Reykjavíkur og arkaði upp og niður Laugaveginn með mömmu sem mér þótti ekki mjög smart, harðákveðin í að leðurbuxur skyldu það vera, hvít skyrta með stórum axlapúðum og hvítir pinnaskór. Þetta gekk á endanum. Pinnahælarnir eru þeir einu sem ég hef átt um ævina. Það fór svolítið um mitt nánasta fólk þegar það sá að mér varð ekki haggað með leðurbuxurnar,“ segir hún.

Sara Dögg fór sínar eigin leiðir þegar hún valdi sér …
Sara Dögg fór sínar eigin leiðir þegar hún valdi sér föt fyrir ferminguna.

„Myndatakan var heimatilbúin. Systir mömmu tók myndina af mér við matarborðið. Ég greiddi mér sjálf og tók ekki í mál að skreyta mig með blómum og einhverju slíku. Það kom ekki til greina að fara að í sérstaka greiðslu en ég var með aflitað hár. Þvert á vilja mömmu en mér fannst ég mjög töff.

Nánar er rætt við Söru Dögg og fleiri skemmtilega viðmælendur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert