„Jú jú, þetta er Þór“

Hér er kominn rostungurinn Þór sem sást á Breiðdalsvík í …
Hér er kominn rostungurinn Þór sem sást á Breiðdalsvík í febrúar. Þetta staðfestir Rune Aae doktorsnemi sem fylgist grannt með ferðum rostunga um heiminn. Ljósmynd/Jón Gunnar Geirdal

„Jú jú, þetta er Þór sem sást á Breiðdals­vík fyrr í ár,“ seg­ir Rune Aae, doktorsnemi í nátt­úru­vís­ind­um við Há­skól­ann í Suðaust­ur-Nor­egi í Horten, kenn­ari og í raun sér­fræðing­ur í hegðun og ferðalög­um rost­unga.

Hef­ur Aae um ára­bil haldið úti kort­um af ferðum rost­unga, einkum hinna nafn­toguðu Wally og Freyju heit­inn­ar sem af­lífuð var í Nor­egi í ág­úst í fyrra að ráði Sjáv­ar­út­vegs­stofn­un­ar lands­ins og var mörg­um harmdauði auk þess sem dráp henn­ar vakti há­vær­ar deil­ur.

Aae, sem er nán­ast sveit­ungi blaðamanns, býr í Råde í Østfold sem er nokk­urn veg­inn gegnt Tøns­berg hand­an Óslóar­fjarðar­ins, hef­ur birt kort sín á Face­book, In­sta­gram og fleiri sam­fé­lags­miðlum og læt­ur ferðakort Þórs í té með glöðu geði sem hér má sjá.

Kort Aae af ferðum Þórs en hann heldur úti slíkum …
Kort Aae af ferðum Þórs en hann held­ur úti slík­um kort­um yfir ferðir fleiri rost­unga, svo sem Wally og Freyju heit­inn­ar. Fólk send­ir hon­um upp­lýs­ing­ar auk þess sem hann kveðst grúska mikið sjálf­ur til að afla upp­lýs­inga um ferðirn­ar. Eins og sést er síðasti viðkomu­staður Þórs nú Þórs­höfn. Kort/​Google/​Rune Aae

Sé rýnt í kortið sést að Þór hef­ur gert víðreist, var í Tau, skammt frá Stavan­ger, í júlí í fyrra en held­ur þaðan yfir til Hol­lands og svo niður með vest­ur­strönd Evr­ópu til Frakk­lands og að lok­um yfir til Bret­lands 11. des­em­ber þar sem Dar­ren Mckell og fjöl­skylda hans sjá dýrið. Fjöldi fólks veit af Aae og send­ir hon­um upp­lýs­ing­ar um ferðir rost­unga, „en ég grúska líka mikið og leita sjálf­ur“, seg­ir hann við mbl.is.

Rune Aae er mikill áhugamaður um flest dýr svo sem …
Rune Aae er mik­ill áhugamaður um flest dýr svo sem sjá má af þess­ari mynd. Hann fylg­ist grannt með ferðum rost­unga og er fróður um þá. Ljós­mynd/​Ju­lia Marie Nag­lestad

Neðan við frétt­ina er hlekk­ur á kortið og með því að smella á viðkomu­staði Þórs á kort­inu má sjá að Aae hef­ur fært þar inn dag­setn­ing­ar, hver eða hverj­ir koma auga á dýrið þegar því er að skipta og hlekki sem vísa á fjöl­miðlaum­fjöll­un á viðkom­andi stað. Mikið elju­verk.

„Nei, það er svo sem ekk­ert sér­stakt um Þór að segja,“ svar­ar þessi gall­h­arði áhugamaður aðspurður, „hann er þarna í þessu dæmi­gerða ferðamynstri rost­unga, þetta er ungt dýr sem hef­ur farið til suðurs í Evr­ópu en snýr svo við og tek­ur stefn­una heim. Sú stefna sem hann er á núna gæti gefið til kynna að hann haldi til móts við sinn hóp á Græn­landi en ekki á Sval­b­arða eins og þeir gera flest­ir,“ seg­ir Aae sem er öll­um hnút­um kunn­ug­ur.

Hlekk­ur á kortið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert